Handgerðir Penslar

Farver býður upp á handgerða pensla frá GULDBERG í Kolding, Danmörku. GULDBERG penslagerðin var stofnuð árið 1979 og hefur því meira en 40 ára reynslu af framleiðslu vandaðra málningarpensla sem uppfylla ströngustu gæðakröfur málarmeistarans. Penslarnir eru afrakstur stoltra handverkshefða ásamt stöðugri vöruþróun í samstarfi við danska málarameistara.

GULDBERG penslar eru gerðir úr sérstaklega völdum efnum. Hvert hár í penslinum er beint, mjúkt en stöðugt sem verður til þess að hann skilur eftir sig fallega áferð. Ómáluðu tréhandföngin eru úr beyki sem tryggir að þeir renni ekki til í höndunum og vinnuvistfræðileg hönnun þeirra gerir þá mjög þægilega að vinna með.

Guldberg penslarnir eru framleiddir úr FSC vottuðum viði: NC-COC-021964

GULDBERG pensill er:

• Handgerður
• Auðveldur í notkun
• Endingargóður
• Vistvænn
• Framúrskarandi áferð
• Fullkomin árangur

Þetta er persónulegt. . .

Málarameistarinn velur Guldberg

Smellið hér til að skoða úrval okkar frá Guldberg

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *