Undri Penslasápa
1.350 kr. – 7.790 kr.
Penslasápa er ætluð til að þvo olíumálningu úr penslum og öðrum málningaráhöldum. Sápan vinnur vel á olíu, fitu og tjöru og vinnur þar af leiðandi vel á óþornuðu límkítti svo sem Sika-Flex o.fl. teg. svo eitthvað sé nefnt. Einnig er vitað til að Undri penslasápa hefur verið notuð til þvotta á ullarfatnaði, gólfteppum og fatnaði sem hefur fengið í sig olíumálningu, tyggigúmmí, kertavax, og harpix (notað í handbolta) o.fl.
Við þvott á málningaráhöldum, svo sem penslum er pensilinn gegnvættur í efninu þannig að hann mettist allur og sápan látin vinna svo litla stund. Síðan er hann skolaður vel, helst undir rennandi vatni.