Kalklitir

Hér má sjá þá Farver liti sem er hægt að blanda í kalkmálninguna. Kalkmálningin er þess eðlis að það er ekki hægt að blanda mjög dökka liti í hana. Það er vegna þess að það þyrfti svo mikið litarefni til að vinna á móti kalkinu sjálfu að það myndi skemma alla eiginleika málningarinnar. Þetta er þó ekki tæmandi listi af litum sem er hægt að fá. Það er til dæmis hægt að útvega mikið af litum úr NCS, RAL, RAL design, NOVA og ýmsum öðrum litakerfum. Endilega hafðu samband eða komdu við hjá okkur ef þú hefur spurningar varðandi liti. Hér má svo kynnast kalkmálningu betur.